Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. október 2014 12:48
Elvar Geir Magnússon
400 miðar eftir á FH - Stjarnan: Stoppa í 6.500 áhorfendum
Mynd: FH.is
Aðeins um 400 miðar eru eftir á leik FH og Stjörnunnar. Þetta staðfesti Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, í samtali við Fótbolta.net.

Hann var að ganga af fundi með lögreglunni þegar Fótbolti.net hafði samband við hann en af öryggisástæðum hefur verið tekin sú ákvörðun að selja ekki meira en 6.500 miða á leikinn.

„Við þurfum að gæta þess líka að það komi ekki upp nein vandræði hérna, við viljum ekki stofna neinum í hættu," segir Birgir.

Skoðaðir hafa verið möguleikar á því að bæta við áhorfendapöllum og beðið er svars varðandi það en Birgir er ekki mjög bjartsýnn á að það sé hægt.

Um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn klukkan 16:00 í Kaplakrikanum á laugardag en FH nægir jafntefli til að tryggja sér titilinn.

Flestir áhorfendur sem hafa komið á deildarleik voru árið 1961 á Laugardalsvellinum. 6.177 áhorfendur sáu leik KR - ÍA sem fór 4-0. Það met fellur á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner