Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Cavani og Tiote til Arsenal?
Powerade
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað á þessum fína fimmtudegi líkt og aðra daga.



Arsenal er í bílstjórasætinu í baráttunni um Edinson Cavani (27) en hann er ósáttur í herbúðum PSG. (Daily Star)

Arsenal ætlar líka að reyna að fá Cheick Tiote (28) en hann vill fara frá Newcastle. (Independent)

Manchester United hefur fengið góð tíðindi í baráttunni um Kevin Strootman (24) miðjumann Roma en Rudi Garcia þjálfari ítalska félagsins segist ekki geta stöðvað brottför leikmannsins. (Daily Express)

Arsenal og Chelsea eru að berjast um Reece Oxford (15) varnarmann West Ham. (Daily Express)

Nani (27) segist vilja ganga alfarið í raðir Sporting Lisabon næsta sumar en hann er í láni hjá félaginu frá Manchester United. (Independent)

Peter Coates, formaður Stoke, segist ekki ætla að drífa sig í að kaupa Victor Moses (23) frá Chelsea þrátt fyrir góða byrjun hans á láni hjá félaginu. (Stoke Sentinel)

Liverpool ætlar að bjóða 22 milljónir punda og Lucas Leiva (27) í skiptum fyrir Gonzalo Higuain (26) framherja Napoli. (Caught Offside)

Daniel Sturridge (25) er nálægt því að ganga frá nýjum fimm ára samningi við Liverpool sem mun færa honum 150 þúsund pund í vikulaun. (Times)

Diego Costa (25), framherji Chelsea, ætlar að spila komandi landsleiki með Spánverjum gegn Slóvakíu og Lúxemborg þrátt fyrir að Jose Mourinho vilji að hann hvíli vegna meiðsla aftan í læri. (Sun)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur fengið þau skilaboð frá eigendum félagsins að ná í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Eigendurnir telja raunhæft að City vinni Meistaradeildina eftir fimm ár. (Daily Telegraph)

John Terry (33) segist hafa farið að gráta þegar Chelsea mistókst að verða enskur meistari á síðasta tímabili. (Independent)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ekki hafa hugmynd um hvenær bakvörðurinn Kyle Walker (24) snýr aftur en hann hefur ekkert spilað síðan í mars. (Daily Mirror)

Kieran Gibbs (25), bakvörður Arsenal, gæti snúið aftur í enska landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru. (Times)

Gianfranco Zola (48) þykir líklegastur til að taka við Fulham. (Sky Sports)

Ray Parlour (41), fyrrum leikmaður Arsenal, efast um að félagið muni nokkurntímann vinna Meistaradeildina undir stjórn Arsene Wenger. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner