Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 02. október 2014 13:01
Elvar Geir Magnússon
Luke Shaw færður niður í U21-landsliðið
Luke Shaw, leikmaður Manchester United.
Luke Shaw, leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw og Calum Chambers hefðu verið í A-landsliði Englands ef leikir U21-landsliðsins væru ekki svona mikilvægir. Þetta segir Roy Hodgson, stjóri enska A-landsliðsins.

U21-landslið Englands er líkt og það íslenska að fara í umspil fyrir lokakeppni Evrópumótsins og mun leika við Króatíu um sæti á mótinu.

Shaw var í leikmannahópi Englands á HM í Brasilíu en honum hefur ekki gengið nægilega vel á fyrstu vikum sínum hjá Manchester United og meðal annars verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi.

Fyrri leikur Englands og Króatíu verða á heimavelli Wolves næsta föstudag en sá síðari þann 14. október.

U21-landsliðshópur Englands:

Markverðir: Jonathan Bond (Watford), Jack Butland (Stoke City), Sam Johnstone (Manchester United).

Varnarmenn: Calum Chambers (Arsenal), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Luke Garbutt (Everton), Ben Gibson (Middlesbrough), Carl Jenkinson (West Ham United, á láni frá Arsenal), Michael Keane (Burnley, á láni frá Manchester United), Jamaal Lascelles (Nottingham Forest, á láni frá Newcastle United), Liam Moore (Leicester City), Luke Shaw (Manchester United).

Miðjumenn: Lewis Baker (Chelsea), Tom Carroll (Swansea City, á láni frá Tottenham Hotspur), Jake Forster-Caskey (Brighton & Hove Albion), Will Hughes (Derby County), Thomas Ince (Hull City), Alex Pritchard (Brentford, á láni frá Tottenham Hotspur), Nathan Redmond (Norwich City).

Framherjar: Patrick Bamford (Middlesbrough, á láni frá Chelsea), Saido Berahino (West Bromwich Albion), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Cauley Woodrow (Fulham).
Athugasemdir
banner
banner