Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 02. október 2014 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Man Utd fær sjúkraþjálfara Southampton
Van Gaal reynir að minnka meiðslavandræði Manchester United með því að fá Matt Radcliffe.
Van Gaal reynir að minnka meiðslavandræði Manchester United með því að fá Matt Radcliffe.
Mynd: Getty Images
Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur fengið Matt Radcliffe, sjúkraþjálfara Southampton, til félagsins með það að markmiði að reyna að binda enda á langvarandi meiðsli í leikmannahópi liðsins.

Alls eru níu leikmenn á sjúkralistanum fyrir leikinn gegn Everton um helgina, en undanfarin tímabil hafa oft á tíðum verið mikið um meiðsli í leikmannahópnum.

Radcliffe er álitinn einn sá besti í bransanum og mun hann hefja störf hjá United eftir leik Southampton gegn Tottenham um helgina.

Miklar breytingar hafa verið á þjálfarateymi United allt frá því að Sir Alex Ferguson lét af störfum um mitt ár 2013. Rob Swire, sem lengi hafði verið aðal sjúkraþjálfari liðsins, lét meðal annars af störfum í sumar sökum aldurs og kemur Radcliffe inn í stað hans.
Athugasemdir
banner
banner