Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. október 2014 13:45
Elvar Geir Magnússon
Welbeck mun hættulegri sóknarmaður en Balotelli
Færanýtingar Welbeck, Giroud og Balotelli síðan í ágúst 2012.
Færanýtingar Welbeck, Giroud og Balotelli síðan í ágúst 2012.
Mynd: Mirror
Það vinsælasta hjá enskum fjölmiðlum í dag er að bera saman Danny Welbeck og Mario Balotelli en tölfræðin er öll í hag hjá nýjum sóknarmanni Arsenal.

Daily Mail ber saman ólíka þætti hjá þessum leikmönnum en þar hefur Welbeck betur þegar kemur að vinnusemi og að vinna fyrir liðið. Balotelli, sem Liverpool keypti frá AC Milan í sumar, er talinn hafa meiri hæfileika en nýti þá ekki nægilega vel.

„Við biðjumst afsökunar á því að koma stuðningsmönnum Liverpool í enn verra skap eftir leikinn í gær. Við ætlum samt að gera það," segir Richard Innes í pistli sínum í Mirror.

Oft er talað um slæma færanýtingu Welbeck en áhugavert er að þegar Arsene Wenger keypti enska sóknarmanninn var hann þegar með betri færanýtingu en hinn „aðalsóknarmaður" Arsenal. Síðustu tímabil er Welbeck með 15,94% færanýtingu en Olivier Giroud 15,38%.

Á sama tíma er Balotelli með 12,98% færanýtingu en hann og Welbeck voru báðir keyptir á 16 milljónir punda. Áhugavert er einnig að þegar kemur að færanýtingu með enska landsliðinu er Welbeck með 24% en Daniel Sturridge 15%.

Hér að neðan má svo sjá tölfræði sem Sky Sports tók saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner