Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Auðveldara að verja titilinn á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að það sé auðveldara að verja deildartitilinn á Ítalíu en á Englandi.

Conte vann ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili sínu sem stjóri Chelsea, en liðið er núna í fjórða sæti eftir sjö leiki. Chelsea tapaði gegn Manchester City á heimavelli á laugardaginn.

Conte stýrði Juventus í þrjú tímabili og vann deildina, Seríu A, öll þrjú tímabilin og það reyndist frekar auðvelt fyrir hann.

„Við unnum titilinn með Juventus og ég bjóst við mikilli samkeppni frá AC Milan, en í staðinn seldu þeir Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva til Paris Saint-Germain, þannig að þeir urðu veikari," sagði Conte.

„Það var ekki einfalt að vinna í annað sinn, en það var auðveldara en ég bjóst við. Hér, frá síðasta tímabili, ertu með stór lið sem eru nú stærri og betri," sagði Conte enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner