mán 02. október 2017 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukar rifta samningi sínum við Trausta
Trausti í leik með Haukum í sumar.
Trausti í leik með Haukum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar og markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson hafa komist að samomulagi um riftun á samningi Trausta, en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

Trausti kom til Hauka fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað áður með Þrótti Reykjavík í Inkasso og Pepsi-deildinni.

Hann meiddist illa á tímabilinu og missti af seinni hlutanum.

Stefán Gíslason hætti með Hauka eftir tímabilið og Kristján Ómar Björnsson tók við liðinu, en það breytir hlutunum fyrir Trausta.

„Nýr þjálfari breytir myndinni mín megin ásamt því að þeir eru í endurskipulagningu með allt sitt," segir Trausti.

„Allt gert í góðu og forsendur fyrir að halda áfram eru alveg eins möguleiki. Báðir aðilar ætla samt að skoða stöðuna í kringum sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner