Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - U17 keppir við Aserbaísjan
Mynd: Fótbolti.net - Alex Beaugrand
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni U17 ára kvennalandsliða fyrir EM 2018 er í dag.

Undanriðillinn verður spilaður í Aserbaísjan og mæta stelpurnar okkar heimamönnum strax í fyrstu umferð.

Spilaðir eru tveir 40 mínútna hálfleikir, en Spánn mætir Svartfjallalandi fyrir hádegi.

Ísland spilar við Svartfellinga í annarri umferð og Spánverja í þriðju, en tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram ásamt stigahæsta liðinu af öllum sem enda í 3. sæti, þar sem Belgar eru sem stendur, með 7 stig og markatöluna 12-2.

Leikir dagsins:
11:00 Spánn U17 - Svartfjallaland U17
15:00 Aserbaísjan U17 - Ísland U17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner