Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kane með bestu tölfræði af öllum í Evrópu
Mynd: Getty Images
Harry Kane hefur verið heitasti sóknarmaður ársins 2017 hingað til og er með besta markahlutfallið í Evrópu.

Kane er búinn að skora 36 mörk í 31 leik, en Lionel Messi er í öðru sæti með 45 mörk í 43 leikjum.

Robert Lewandowski, Edinson Cavani, Pierre-Emerick Aubameyang og Cristiano Ronaldo eru næstir á eftir, allir með rúmlega 30 mörk.

1. Harry Kane - 1.16 mörk á leik
2. Lionel Messi - 1.05 mörk á leik
3. Robert Lewandowski - 1.03 mörk á leik
4. Edinson Cavani - 0.95 mörk á leik
5. Pierre-Emerick Aubameyang - 0.94 mörk á leik
6. Cristiano Ronaldo - 0.91 mörk á leik

Það er hins vegar Radamel Falcao sem hefur verið að skora mest í bestu deildum Evrópu á tímabilinu, en hann er þegar búinn að gera 12 deildarmörk fyrir Monaco.

Lionel Messi kemur þar á eftir með 11 mörk og Paulo Dybala, leikmaður Juventus, með 10. Ciro Immobile hjá Lazio er búinn að skora 9, á meðan Edinson Cavani, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski eru með 8.

Romelu Lukaku, Edin Dzeko og Dries Mertens eru með sjö mörk hver.
Athugasemdir
banner
banner
banner