Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. október 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane vonast til að fá fyrirliðabandið hjá landsliðinu
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane vill taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu af Wayne Rooney.

Rooney er búinn að leggja landsliðskóna á hilluna og ekki er vitað hver mun taka við fyrirliðabandinu af honum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, á enn eftir að taka ákvörðun um það.

Kane, sem hefur að undanförnu raðað inn mörkum með Tottenham, er tilbúinn að taka ábyrgðina á sig. Hann vonast til þess að leiða liðið út á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Já, ég hef verið með fyrirliðabandið áður og ég er mjög stoltur af því," sagði Kane um það hvort hann myndi sækjast eftir því að fá fyrirliðabandið hjá landsliðinu.

„Mér líður eins og ég sé einn af leiðtogum liðsins. En Gareth Southgate ætlar að taka sinn tíma í þetta og það eru margir leiðtogar í hópnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner