Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman fær stuðningsyfirlýsingu
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá eiganda félagsins.

Farhad Moshiri, sem á meirihlutann í Everton, hefur fulla trú á því að Koeman nái að snúa hlutunum við eftir slaka byrjun.

Everton tapaði 1-0 gegn Burnley á heimavelli í gær og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar sjö leikir eru búnir.

„Staðan er slæm í augnablikinu," sagði Moshiri við Sky Sports. „En við höfum spilað gegn fjórum liðum sem ætla að berjast um titilinn, gegn þremur þeirra á útivelli. Tapið gegn Burnley kom á óvart og leikirnir í Evrópudeildinni hafa ekki hjálpað. Það er andleg og líkamleg þreyta í liðinu, og sjö leikmenn eru meiddir."

„Tímabilið er ungt. Koeman nýtur fulls stuðnings frá mér."

„Við vitum hvað stuðningsmennirnir vilja og hvers þeir krefjast og við ætlum okkur ekki að bregðast þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner