mán 02. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Kolbeinn Þórðarson til Bröndby á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kolbeinn Þórðarson, sem kom við sögu í sjö Pepsi-deildarleikjum hjá Blikum í sumar, verður á reynslu hjá Bröndby næstu vikuna.

Kolbeinn æfir með U19 ára liði danska félagsins og gæti rekist á Hjört Hermannsson sem spilar fyrir aðallið Bröndby.

Kolbeinn er annar íslenski táningurinn til að fara á reynslu eftir lok tímabilsins en Torfi Tímoteus verður í viku hjá U23 liði Wolves.

Aðallið Bröndby er í 3. sæti dönsku deildarinnar, tveimur stigum frá Nordsjælland sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner