Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku heldur fram sakleysi sínu
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku segist ekki hafa haldið teiti í Beverley Hills rétt fyrir félagsskipti sín frá Everton til Manchester United.

Lukaku var handtekinn í California eftir að nágrannar kvörtuðu undan hávaðasömum teitum, en Belginn fékk fimm munnlegar viðvaranir áður en hann var handtekinn.

Sóknarmaðurinn átti að mæta fyrir rétt fyrr í dag en komst ekki vegna landsleikjahlésins. Robert Humphreys, lögmaður Lukaku, fór með málið fyrir hans hönd.

Lukaku heldur fram sakleysi sínu og þarf að mæta fyrir dóm í Los Angeles, þann 21. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner