Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. október 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar eldri reyndi að stöðva son sinn
Neymar hefur byrjað mjög vel hjá PSG.
Neymar hefur byrjað mjög vel hjá PSG.
Mynd: Twitter
Neymar eldri, faðir knattspyrnustjörnunnar Neymar, segist hafa verið verulega hissa þegar hann frétti að sonur sinn ætlaði að flytja til Frakklands.

Neymar gekk til liðs við franska stórveldið Paris Saint-Germain fyrir 222 milljónir evra og er búist við miklu af Brassanum.

„Það kom mér verulega á óvart þegar ég frétti að Neymar hafði ákveðið að fara til Parísar," sagði Neymar eldri við Telefoot.

„Hugmyndin um að vinna frönsku deildina og Meistaradeildina heillaði son minn. Sannleikurinn er sá að ég reyndi að sannfæra hann um að vera eftir, það var hann sem vildi skipta um umhverfi.

„Vinir hans hjá Barcelona reyndu hvað þeir gátu til að halda honum en það kom allt fyrir ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner