Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ribery með slitið liðband og verður lengi frá
Mynd: Getty Images
Frakkinn Franck Ribery meiddist illa þegar Bayern München gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlín á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gær.

Bayern hefur núna staðfest það að Ribery hafi slitið utanvert liðband í vinstra hné og ljóst er að hann verður lengi frá.

Hinn 34 ára gamli Ribery spilar líklega ekki meira á árinu, en sagt er að hann verði frá í 3-4 mánuði.

„Við erum leiðir yfir að Franck hafi meiðst. Við óskum honum góðs og skjóts bata," sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri félagsins, við heimasíðu Bayern.

Ribery hefur lengi verið á mála hjá Bayern, en þessi meiðsli gætu haft afleiðingar varðandi lengd ferils hans.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner