Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 02. október 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Romelu Lukaku meiddist á ökkla - Virðist ekki alvarlegt
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er staddur með belgíska landsliðinu sem spilar við Bosníu og Kýpur í undankeppni Heimsmeistaramótsins á næstu dögum.

Leikirnir eru þýðingarlitlir fyrir Belga sem eru langefstir í riðlinum, með 22 stig eftir 8 umferðir, 35 skoruð og 3 fengin á sig.

Lukaku hefur verið lykilmaður hjá Manchester United það sem af er tímabils og er búinn að skora 11 mörk í 10 leikjum.

Lukaku meiddist á ökkla í 4-0 sigri gegn Crystal Palace um helgina og segjast belgísku læknarnir ekki geta sagt til um hvort hann geti spilað fyrir Belga í landsleikjahlénu.
Athugasemdir
banner
banner