Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland sektað vegna nasistasöngva
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA er búið að sekta þýska knattspyrnusambandið um 24,800 evrur vegna nasistasöngva og óeirða.

Um 200 áhorfendur tóku þátt í söngvunum er Þjóðverjar höfðu betur gegn Tékklandi í undankeppni HM fyrir mánuði síðan.

Þjóðverjar unnu leikinn 2-1 og eru með fimm stiga forystu á toppi C-riðils.

FIFA sektaði tékkneska knattspyrnusambandið um tæpar 4,000 evrur fyrir sinn þátt í óeirðunum.

„Ég er ekki sérlega sár frekar en fullur af bræði, ég held að það sé besta leiðin til að útskýra hvernig mér líður," sagði Löw.

„Ég er virkilega mjög reiður yfir þessu, að einhverjir svokallaðir stuðningsmenn hafi notfært sér svona stórt svið og verið þannig landi og þjóð til skammar."
Athugasemdir
banner