Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 02. desember 2015 13:56
Elvar Geir Magnússon
KR-heimilinu
Finnur Orri í KR (Staðfest)
Finnur Orri kominn í KR-búninginn.
Finnur Orri kominn í KR-búninginn.
Mynd: Daníel Rúnarsson
Varnarmiðjumaðurinn Finnur Orri Margeirsson hefur skrifað undir samning við KR en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í félagsheimili KR-inga. Samningurinn er til þriggja ára.

Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, lýsti yfir mikilli ánægju með að krækja í Finn á fréttamannafundinum áður en leikmaðurinn tók í hendina á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR.

Finnur Orri er uppalinn Bliki en hann stoppaði í nokkra mánuði hjá FH síðastliðinn vetur áður en hann gekk í raðir Lilleström í Noregi.

Hinn 24 ára gamli Finnur spilaði í Noregi í sumar en fékk ekki nýjan samning hjá Lilleström.

KR-ingar hafa fengið til sín varnarmanninn Indriða Sigurðsson og miðjumanninn Michael Præst síðan tímabilinu lauk. Grétar Sigfinnur, Jónas Guðni Sævarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru farnir frá félaginu og þá er talið að varnarmaðurinn Rasmus Christiansen sé á förum en hann hefur sterklega verið orðaður við Val, ÍBV og Fjölni.

Viðtöl kom á síðuna innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner