Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. janúar 2014 06:00
Fótbolti.net
Myndir: Hópferðir Arsenal-klúbbsins á Íslandi og Gaman Ferða
Úr ferðinni á Arsenal - Liverpool.
Úr ferðinni á Arsenal - Liverpool.
Mynd: Gaman ferðir
Mynd: Gaman ferðir
Úr ferðinni á Arsenal - Everton.
Úr ferðinni á Arsenal - Everton.
Mynd: Gaman ferðir
Síðasta sumar var undirritaður samstarfssamningur milli Arsenal-klúbbsins á Íslandi og Gaman Ferða og WOW air. Það er ekki hægt að segja annað en að samstarfið hafi gengið virkilega vel en þegar er búið að fara í tvær mjög vel heppnaðar hópferðir og svo þriðja er komin í sölu á vefsíðu Gaman Ferða, www.gaman.is. Það er ferð á leik Arsenal og Swansea í mars.

Verðið á ferðinni fyrir félaga í Arsenal-klúbbnum er 105.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið í pakkanum er flug með WOW air, gisting í 3 nætur á hóteli í London, morgunmatur, rútuferð til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og auðvitað miði á leikinn. Einnig eru Gaman Ferðir með ferðir á aðra leiki Arsenal eins og til dæmis Arsenal – Bayern Munchen í febrúar en verðið á þeirri ferð er aðeins 99.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi. Nánari upplýsingar um fótboltaferðir Gaman Ferða er að finna á vefsíðu þeirra, www.gaman.is

Arsenal – Liverpool
Fyrsta hópferð Arsenal-klúbbsins á Íslandi og Gaman Ferða var á stórleik Arsenal og Liverpool í byrjun nóvember. Fararstjórar í ferðinni voru þeir Kjartan Adolfsson og Þorgrímur Hálfdánarson. Alls voru það 45 manns sem skelltu sér í þessa ferð og það var svo sannarlega kátt á hjalla enda fóru Arsenal-menn með sigur af hólmi í flottum leik á Emirates Stadium. Það vakti mikla kátínu meðal stuðningsmanna Arsenal að flugþjónar WOW air voru í Arsenal-treyjum í fluginu frá Keflavík til London. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir úr ferðinni.

Arsenal – Everton
Önnur hópferð Arsenal-klúbbsins á Íslandi og Gaman Ferða var svo á leik Arsenal og Everton í desember. Fararstjórar í þeirri ferð voru þeir Sigurður Enoksson og Þorgrímur Hálfdánarson. Hópurinn skoðaði meðal annars Emirates Stadium á föstudeginum og fór svo saman út að borða eftir leikinn á sunnudeginum. Jafntefli varð niðurstaðan í leiknum en stemningin á vellinum var samt sem áður alveg svakaleg. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Arsenal-klúbburinn á Íslandi
Gaman Ferðir eru stoltir samstarfsaðilar Arsenal-klúbbsins á Íslandi. Allar upplýsingar um klúbbinn fást á vefsíðunni www.arsenal.is.

Gaman Ferðir
Kíktu svo líka alveg endilega í heimsókn til okkar á www.gaman.is og vertu “memm” eða skráðu þig á póstlistann hjá Gaman Ferðum, www.gaman.is/postlisti
Sendu okkur póst á [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar eða hringdu í síma 560-2000.
Athugasemdir
banner
banner