Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. janúar 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellerin og Hazard ósammála um vítaspyrnudóminn
Hazard féll eftir viðskipti við Bellerin.
Hazard féll eftir viðskipti við Bellerin.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að grannaslagur Arsenal og Chelsea í kvöld hafi verið bráðskemmtilegur.

Á Twitter töluðu netverjar um að vilja meira og kom upp sú hugmynd að framlengja leikinn.

Umdeild vítaspyrna var dæmd á Hector Bellerin í stöðunni 1-0. Eden Hazard féll þá til jarðar og á punktinn benti dómarinn. Hazard og Bellerin voru báðir spurðir um atvikið eftir leik og voru þeir eins og gefur að skilja ósammála.

Bellerin: „Við náðum til boltans á sama tíma og dómarinn hélt að þetta væri vítaspyrna."

Hazard: „Við þurfum ekki endursýningu, þetta var vítaspyrna."

Hazard skoraði úr vítaspyrnunni sjálfur.

Á þetta var dæmd vítaspyrna (myndband)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner