Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. janúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Besiktas vildi ekki selja Tosun til Kína - Viðræður við Everton í gangi
Mynd: Getty Images
Fikret Orman, forseti Besiktas, segir að ekki sé ljóst hvort að framherjinn Cenk Tosun fari til Everton eða ekki.

Everton er að reyna að landa Tosun fyrir um það bil 25 milljónir punda en Orman segir ekki sjálfgefið að Besiktas selji leikmanninn.

„Everton hefur lagt fram tilboð en við fengum líka tilboð frá Kína í Cenk Tosun upp á 35 milljónir evra (31 milljón punda) og við sögðum nei við því. Hann er mjög verðmætur leikmaður fyrir okkur," sagði Orman.

„Cenk vill fara til Everton og viðræður eru í gangi. Það er ekkert öruggt núna."

„Ef að við verðum sáttir með verðið þá munu félagaskiptin ganga í gegn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner