Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
Coutinho búinn að spila síðasta leik með Liverpool?
Powerade
Coutinho er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Coutinho er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Alex Sandro (til hægri) er orðaður við Chelsea.
Alex Sandro (til hægri) er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að velta vöngum yfir hugsanlegum félagaskiptum í janúar.



Philippe Coutinho (25) telur að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Coutinho vill fara til Barcelona en spænska félagið þarf að borga 133 milljónir punda til að krækja í hann í þessum mánuði. (Times)

Liverpool ætti að kaupa Alexis Sanchez frá Arsenal á 40 milljónir punda ef Coutinho fer. Þetta segir John Aldridge fyrrum framherji Liverpool. (Irish Independent)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti selt Alexis í þessum mánuði. (Mirror)

Miðjumaðurinn Naby Keita (22) mun klára tímabilið með RB Leipzig. Keita gengur í raðir Liverpool í sumar en ekkert verður af því að hann fari fyrr til Englands. (Bild)

Chelsea ætlar að reyna að kaupa Alex Sandro (26), vinstri bakvörð Juventus á 50 milljónir punda í þessum mánuði. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur hins vegar blásið á sögusagnir þess efnis að félagið ætli að fá varnarmanninn Giorgio Chiellini (33) frá Juventus. (Daily Mail)

Conte segir að David Luiz (30) og Michy Batshuayi (24) megi fara frá Chelsea ef þeir vilja. (Telegraph)

Fenerbahce gæti reynt að fá Olivier Giroud (31) framherja Arsenal í sínar raðir á næstunni. Fenerbahce vill fá Giroud til að fylla skarð Robin van Persie. (Football London)

West Ham hefur áhuga á Joe Allen (27) miðjumanni Stoke. (Sky Sports)

Umboðsmaður Matteo Darmian (28) bakvarðar Manchester United segir að nokkur ítölsk félög hafi áhuga á leikmanninum. Darmian er hins vegar ekki til sölu. (Manchester Evening News)

Southampton, Everton, Crystal Palace og West Ham vilja öll fá Nicolas Gaitan fra Atletico Madrid. (Daily Express)

Newcastle hefur sagt miðjumanninum Jack Colback (28) og hægri bakverðinum Jamie Sterry (22) að þeir megi fara frá félaginu. (Mirror)

Stephy Mavididi (19) framherji Arsenal er á leið til Charlton á láni. (ESPN)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur pirrað stjórnarmenn félagsins með ummælum sínum um leikmannakaup félagsins. (Daily Mail)

Grzegorz Krychowiak (27), miðjumaður WBA, gæti verið á leið til Getafe á Spáni. (Talksport)

Sergej Milinkovic-Savic (22), miðjumaður Lazio, segist ekki vera að hugsa um að fara frá félaginu en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner