Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele kominn aftur eftir langa fjarveru
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele er búinn að ná sér eftir að hafa meiðst aftan á læri í leik gegn Getafe um miðjan september.

Dembele er aðeins tvítugur og borgaði Barcelona 105 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem gætu orðið að 147 milljónum gangi nokkur samningsákvæði eftir.

Dembele fór í aðgerð í Finnlandi og gæti hann verið í leikmannahópi Börsunga strax á fimmtudaginn, er liðið mætir Celta Vigo í bikarnum.

Dembele hefur aðeins spilað fjóra leiki frá komu sinni til Barcelona og hefur Paco Alcacer verið að leysa stöðu hans af hólmi ásamt Denis Suarez og Gerard Deulofeu.

Barca hefur gengið vel án Dembele og er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sautján umferðir.




Athugasemdir
banner
banner