Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. janúar 2018 17:45
Elvar Geir Magnússon
Guðbjörg vildi ekki horfa á annálinn vegna vonbrigðanna á EM
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Ég er mjög sátt við liðið ár hjá félagsliðinu en finnst ég enn eiga inni með landsliðinu. Evrópumótið var vonbrigði," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í viðtali í Akraborginni á X977.

Guðbjörg segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðunum á EM en Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, skoraði aðeins eitt mark og fór heim eftir riðlakeppnina.

„Það hefur tekið gríðarlega langan tíma að komast yfir vonbrigðin. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en á Gamlársdag hversu djúpt þetta situr. Mamma spurði mig hvort ég ætlaði ekki að horfa á Íþróttaannálinn. Ég hafði mig ekki í að horfa því ég var hrædd um að það yrði talað um EM. Þetta situr miklu dýpra en ég geri mér grein fyrir."

Guðbjörg segir að það hafi þó hjálpað geðheilsunni að vinna Þýskaland í undankeppni HM í haust.

Hægt er að hlusta á viðtalið sem Hjörtur Hjartarson tók við Guðbjörgu hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner