Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. janúar 2018 15:13
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Perú á Red Bull Arena
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest að íslenska landsliðið leikur æfingaleik gegn Perú þann 27. mars næstkomandi, en leikurinn mun fara fram á Red Bull Arena í Harrison, New Jersey.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum mun Ísland spila gegn Mexíkó fjórum dögum áður, 23. mars. Sá leikur mun fara fram í Santa Clara sem er rétt utan við San Fransisco. KSÍ hefur þó ekki staðfest þetta.

Leikurinn gegn Perú er liður í undirbúningi beggja liða fyrir HM 2018 í Rússlandi, en Perú er að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn í 36 ár.

Þetta er í fjórða sinn sem liðið kemst í lokakeppni HM, en síðast lék liðið þar árið 1982 á Spáni. Perú er í C riðli í Rússlandi og eru mótherjar liðsins þar Danmörk, Frakkland og Ástralía.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Perú. Í dag situr Perú í 11. sæti heimslista FIFA og hefur verið á miklu skriði upp listann undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner