Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. janúar 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Köstuðu gerviaugum í átt að eineygðum fótboltamanni
Gerviaugum var kastað í átt að Dean Shiels. Hér er hann í leik með Dunfermline.
Gerviaugum var kastað í átt að Dean Shiels. Hér er hann í leik með Dunfermline.
Mynd: Getty Images
Dean Shiels, leikmaður Dunfermline í Skotlandi, missti annað auga sitt í slysi sem barn. Hann hefur ekki látið það stoppa sig og er í dag atvinnumaður í fótbolta.

Dunfermline mætti Falkirk í gær en leikurinn var ekki sá skemmtilegasti fyrir Shiels þrátt fyrir 2-0 sigur Dunfermline.

Stuðningsmenn Falkirk sungu ljóta söngva um hann á meðan á leiknum stóð og síðan ákváðu nokkrir stuðningsmenn að kasta gerviaugum, sem beint var að Shiels, inn á völlinn.

Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Skotlandi, en Falkirk hefur beðist afsökunar á málinu og ætlar að finna sökudólgana.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Shiels lendir í svona leiðindum, ekki einu sinni í fyrsta sinn sem það gerist í leik gegn Falkirk á þessu leiktímabili. Fyrr á tímabilinu voru tveir leikmenn Falkirk dæmdir í langt bann fyrir að gera grín að Shiels.






Athugasemdir
banner