Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Preston vann milljón evra
Kevin O'Connor á sprettinum.
Kevin O'Connor á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Kevin O'Connor, leikmaður Presto North End í ensku Championship deildinni, datt í lukkupotinn á dögunum þegar hann vann eina milljón evra í írska lottóinu.

Peader Murphy, frændi O'Connor, gaf honum lottómiða sem hann keypti 14. desember.

O'Connor vissi ekki að hann hefði unnið fyrr en móðir hans Breda sagði honum að skoða lottómiðann betur.

„Eftir að hafa leitað að miðanum sendi ég þeim mynd af honum. Ég trúði aldrei að ég hefði unnið eina milljón evra," sagði O'Connor.

O'Connor segist ekki vera með neinar áætlanir hvað hann ætli að gera við peninginn en hann segist einbeita sér að því núna að hjálpa Preston að komast ofar í Championship deildinni þar sem liðið situr nú í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner