mið 03. janúar 2018 11:03
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður West Ham lét ljót orð falla um látinn son Livermore
Jake Livermore.
Jake Livermore.
Mynd: Getty Images
Jake Livermore, miðjumaður WBA, reifst harkalega við stuðningsmann West Ham eftir að hann var tekinn af velli í leik liðanna í gærkvöldi.

West Ham hefur staðfest að grunur leiki á að lætin hafi byrjað þegar stuðningsmaðurinn öskraði ókvæðisorðum um son Livermore en hann lést skömmu eftir fæðingu árið 2014.

Stuðningsmenn West Ham öskruðu einnig ókvæðisorðum að Livermore um kókaín notkun hans en hann féll á lyfjaprófi skömmu eftir að sonur hans lést.

West Ham er að rannaska málið og ætlar að grípa til aðgerða gegn stuðningsmönnum sem um ræðir ef þörf þykir á.

Rifrildið í gær var harkalegt en eftir leik þurfti að leiða Livermore inn í klefa.

„Ég þekki hann og hann er frábær strákur. Það er ekki séns að hann hafi farið að áhorfendum nema honum hafi verið alvarlega ögrað," sagði Alan Pardew, stjóri WBA, eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner