Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sviatchenko má fara - Orðaður við Kaupmannahöfn
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers hefur sagt danska miðverðinum Erik Sviatchenko að hann megi finna sér annað félag.

Sviatchenko kom til Celtic fyrir tveimur árum og var byrjunarliðsmaður þar til í haust. Nú er hann fjórði í goggunarröðinni eftir Dedrick Boyata, Kristoffer Ajer og Jozo Simunovic.

Sviatchenko á fimm landsleiki að baki fyrir Dani og segist vera ánægður með að fá að yfirgefa Celtic, því nú geti hann reynt að komast í landsliðshópinn fyrir HM.

„Hann er búinn að segja mér að ég megi finna mér annað félag. Félög úr nokkrum deildum hafa haft samband við umboðsmanninn minn og ég er spenntur fyrir framtíðinni," sagði Sviatchenko.

„Ég er orðinn að mikið betri leikmanni en þegar ég kom fyrst í skoska boltann og hef notið veru minnar hjá Celtic hins ýtrasta.

„Ég á ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshópinn fyrir HM en til að eiga einhverja möguleika verð ég að vera með byrjunarliðssæti hjá félagsliði."

Athugasemdir
banner
banner