Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 03. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Grenivíkur 
Þurfa ekki að loka sundlauginni þegar Magni spilar
Framkvæmdir hefjast í vor
Magnamenn fagna marki.
Magnamenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Frá Grenivíkurvelli.
Frá Grenivíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ákveðið hefur verið að byggja nýtt stálgrindarhús á íþróttasvæði Grenivíkur en þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Magni Grenivík komst upp úr 2. deildinni í sumar og spilar í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Nýja húsið verður bæði fyrir Magna og björgunarsveitina Ægi en á Grenivík búa rúmlega 300 manns.

Í hluta Magna verður búningsaðstaða fyrir knattspyrnuvöllinn, bæði lið og dómara, snyrtingar fyrir áhorfendur og félagsaðstaða. Í hluta Ægis verður rými fyrir allan búnað sveitarinnar og væntalega þjálfunar- og æfingaaðstaða. Mögulega verður einnig samnýtanleg aðstaða fyrir félögin að hluta, t.d. fundarsalur.

Hingað til hefur þurft að loka sundlauginni á Grenivík í kringum leiki hjá Magna þar sem að búningsklefarnir í lauginni hafa verið í notkun fyrir keppnislið.

Það vandamál verður úr sögunni þegar nýja húsið rís. Vonast er til að hægt verði að hefja framkvæmdir í vor og því verður sundlaugin væntanlega áfram lokuð í tengslum við leiki Magna næsta sumar.

Sveitarstjórn og stjórn Sæness hafa ákveðið að koma mjög myndarlega að byggingu nýs húss á íþróttasvæði Grenivíkur. Sænes mun leggja fram andvirði innkaupsverðs hússins sem áætlað er að verði tæpir tveir tugir milljóna. Félögin munu sjálf koma upp grunni og sjá um uppsetningu og frágang hússins.
Athugasemdir
banner