mið 03. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu milljónir hurfu frá Northampton
Jimmy Floyd Hasselbaink tók við Northampton í september.
Jimmy Floyd Hasselbaink tók við Northampton í september.
Mynd: Getty Images
Sveitastjórn Northampton lánaði 10.25 milljónir punda, eða 1.5 milljarð króna, til knattspyrnufélagsins Northampton Town FC.

Peningarnir áttu að fara í uppbyggingu á leikvangi félagsins en hafa á dularfullan hátt horfið.

Lögreglan er með málið undir rannsókn og hefur rætt við rúmlega 30 manns innan félagsins til að komast til botns í málinu.

Rannsókn breska ríkisfjölmiðilsins, BBC, hefur leitt margt í ljós í málinu og er útlit fyrir að Howard Grossman, sem átti að byggja við leikvanginn, og David Mackintosh, þingmaður fyrir Northampton, séu stærstu skúrkarnir í málinu.

Ekki er búið að leysa málið en BBC greinir frá því að lögreglan hyggst kæra á annan tug manneskja fyrir ýmsa hluti. Fólk verður kært fyrir þjófnað, skattsvik, mútur og misferli í opinberu embætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner