Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. janúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk vann í uppvaski fyrir 10 árum
Var hvattur til að gefa drauminn upp á bátinn. Nú er hann dýrasti varnarmaður sögunnar.
Var hvattur til að gefa drauminn upp á bátinn. Nú er hann dýrasti varnarmaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð dýrasti varnarmaður sögunnar í síðustu viku þegar Liverpool gekk frá kaupum á honum fyrir hvorki meira né minna en 75 milljónir punda.

Leið Van Dijk á toppinn var ekki auðveld. Fyrir 10 árum síðan vann hann við uppvask á veitingastað samhliða því að spila fótbolta.

Van Dijk mun fá fáránleg laun hjá Liverpool og því er skrýtið að hugsa til þess að aðeins fyrir 10 árum hafi hann verið að vaska upp diska til að ná endum saman.

Hann vann á veitingastað í heimabæ sínum Breda, en þar hvatti eigandinn, Jacques Lips, hann til að gefa fótboltann upp á bátinn og huga að einhverju öðru.

„Hann var öflugur vinnukraftur. Hann vann sína vinnu almennilega," sagði Lips við The Mirror.

„Ég sagði oft við hann að hann ætti að þvo fleiri potta og hætta að hugsa um fótbolta. Það var rétt hjá honum að hlusta ekki á mig."
Athugasemdir
banner
banner