Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Victor Valdes leggur hanskana og samfélagsmiðla á hilluna
Valdes var sigursæll hjá Barcelona.
Valdes var sigursæll hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Victor Valdes, fyrrum markvörður Barcelona, er búinn að leggja hanskana á hilluna og hefur um leið lokað öllum samfélagsmiðlum sínum.

Valdes er 35 ára og segist vilja einbeita sér að fjölskyldunni nú þegar fótboltaferlinum er lokið.

Valdes lék með Barcelona, Manchester United og spænska landsliðinu en hefur ekkert leikið síðan hann yfirgaf Middlesbrough í maí á síðasta ári.

Valdes vann Meistaradeildina með Barcelona í þrígang milli 2005 og 2011. Hann hjálpaði katalónska stórliðinu að vinna fyrstu þrennu spænsks liðs 2009.

Valdes kvaddi á samfélagsmiðlum og sagði „Takk fyrir allt saman" áður en hann eyddi aðgöngum sínum á Twitter og Instagram.

Hann er maður orða sinna því hann sagði það 2015 að hann myndi hætta á samfélagsmiðlum þegar hanskarnir færu á hilluna því hann ætlaði að einbeita sér alfarið að fjölskyldunni.

Valdes vann spænska meistaratitilinn sex sinnum með Barcelona.
Athugasemdir
banner