Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Dómarar þurfa að hætta að vera á sjötta áratugnum
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að dómarar breyti viðhorfi sínu til leikmanna. Wenger vill að þeir hætti að stöðva leikinn til að ræða við leikmenn og aðvara þá.

„Þeir þurfa að höndla leikinn eins og við höndlum leikinn með því að reyna að gefa jákvæð skilaboð til fólksins í stúkunni sem elskar fótbolta," sagði Wenger um dómara.

„Árið 2018 passar ekki að dómarinn kalli á leikmann og tali við hann í hálfa mínútu eða eina mínútu til að segja við hann 'þú verður að haga þér betur.' Þetta er búið."

„Svona er ekki nútíma samfélag. Fólk vill fá skörp og snögg skilaboð og dómarinn þarf að passa upp á það."

„Við erum ekki á sjötta áratugnum þar sem að dómarinn segir við hann - 'ef þú hagar þér ekki vel þá gæti ég refsað þér.' Eyðum ekki tíma í þetta."

„Hvaða hjálp gerir þetta í leik? Enga. Það gerist ekkert. Fólk sem er í stúkunni vill ekki sjá þetta. Þeir vilja sjá dómara segja, 'Höldum áfram og spilum.' Það er okkar ábyrgð. Við erum ekki á miðöldum."

Athugasemdir
banner
banner
banner