Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   sun 03. febrúar 2013 17:08
Daníel Freyr Jónsson
Guðlaugur Victor valinn í landsliðið
Aron Einar og Ólafur Ingi ekki með
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið sem mætir Rússum í vináttuleik á miðvikudaginn.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist í leik með Cardiff í gær. Þurfti hann að draga sig úr landsliðshópnum af þeim sökum. Að auki hefur Ólafur Ingi Skúlason dregið sig úr landsliðshópnum og kallar Lars Lagerback því á Guðlaug Victor í hópinn.

Er þetta í fyrsta sinn sem Guðlaugur Victor er valinn í A-landsliðið, en hann hefur leikið leiki með yngri landsliðum Íslands.

Guðlaugur, sem er 21 árs gamall, leikur í dag með NEC í hollensku úrvalsdeildinni og spilaði allann leikinn í dag þegar liðið lagði Vitesse Arnhem á heimavelli, 2-1.

Hann gekk endanlega í raðir liðsins um áramótin eftir að hafa leikið með því sem lánsmaður frá New York Red Bulls.
Athugasemdir
banner