Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   þri 03. febrúar 2015 23:09
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Höfum gæði og getu fyrir toppbaráttu
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með fyrstu gullverðlaun sín í starfinu en Kópavogsliðið vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í kvöld. Fyrsti titill ársins fer því til Blika.

„Ég var mjög ánægður með sigurinn en ekki ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fannst mér Stjarnan miklu grimmari. Það var þó gott að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu og það var mikilvægt að klára leikinn. Spilamennskan verður að vera betri ef við ætlum að gera eitthvað af viti í sumar," sagði Arnar eftir leik.

Hvert verður markmið Breiðabliks í sumar?

„Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Ef þú gerir það þá hlýtur stefnan að vera að spila um eitthvað. Mér finnst það eðlileg krafa að vera í einhverju af efstu sætunum. Ég tel okkur vera með gæði og getu til að blanda okkur í toppbaráttuna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnar meðal annars um að Breiðablik þurfi að fækka í æfingahópnum hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner