Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. febrúar 2015 22:16
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Breiðablik meistari
Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið. Hér hampar hann verðlaununum í leikslok.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið. Hér hampar hann verðlaununum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
1-0 Arnþór Ari Atlason ('35)
1-1 Veigar Páll Gunnarsson ('56)
2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('58)

Breiðablik sigraði Stjörnuna 2-1 í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Blikar vinna mótið en þeir voru einnig sigurvegarar 2012 og 2013. Í fyrra sigraði Stjarnan.

Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Friðrikssyni og Blikar leiddu 1-0 í hálfleik.

Veigar Páll Gunnarsson jafnaði í síðari hálfleik þegar hann fylgdi eftir og skoraði eftir að Gunnleifur Gunnleifsson hafði varið skot frá Þórhalli Kára Knútssyni.

Blikar náðu að endurheimta forystuna þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson fylgdi á eftir og skoraði eftir að Sveinn Sigurður Jóhannesson hafði varið vítaspyrnu hans.

Vítaspyrnan var dæmd þegar Brynjar Gauti Guðjónsson braut klaufalega á Kára Ársælssyni þegar hann snéri baki í markið.

Stjarnan komst nálægt því að jafna en fann ekki leið aftur framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni markverði sem varði vel í tvígang.
Athugasemdir
banner
banner