Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. febrúar 2016 18:59
Óðinn Svan Óðinsson
Byrjunarliðin í enska: Townsend beint í byrjunarliðið
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Joel Robles
Joel Robles
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefjast leikirnir klukkan 19:45.

Chelsea heimsækir Watford Vicarage Road í sannkölluðum Lundúnarslag.

Liðin mættust síðast á annan dag jóla en þá gerðu þau 2-2 jafntefli í fjörugum leik þar sem Diego Costa skoraði tvennu.

Í hinum leik kvöldins fær Everton kaupóða Newcastle menn í heimsókn. Þar ber helst að nefna að markvörður Everton, Tim Howard er meiddur og í hans stað kemur Joel Robles en auk þess er miðvörðurinn John Stones fjarri góðu gamni.

Þessi lið áttust einnig við á annan dag jóla en þar hirti Everton stigin þrjú eftir mark frá Tom Cleverley í uppbótartíma.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið kvöldsins en Andros Townsend er í byrjunarliði Newcastle.

Chelsea: Courtois; Ivanovic, Zouma, Terry, Azpilicueta; Mikel, Matic; Willian, Fabregas, Oscar; Diego Costa

Watford: Gomes; Paredes, Prödl, Cathcart, Holebas; Behrami, Watson, Capoue; Jurado; Deeney, Ighalo

Everton: Joel, Oviedo, Funes Mori, Jagielka, Coleman, McCarthy, Barry, Cleverley, Lennon, Barkley, Lukaku 


Newcastle: Elliot; Janmaat, Mbemba, Coloccini, Dummett; Saivet, Shelvey; Sissoko, Wijnaldum, Townsend; Perez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner