Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 03. febrúar 2016 18:30
Elvar Geir Magnússon
Ekkert til í því að Giggs taki við Celtic
Giggs veitir eiginhandaráritanir.
Giggs veitir eiginhandaráritanir.
Mynd: Getty Images
Manchester Evening News fullyrðir að Ryan Giggs sé ekki á förum frá Manchester United þar sem hann er aðstoðarstjóri Louis van Gaal.

Giggs hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Celtic í Glasgow.

Norðmaðurinn Ronny Deila heldur um stjórnartaumana hjá Celtic. Hann gerði liðið að skoskum meisturum í fyrra og liðið trónir á toppi deildarinnar í dag en óánægja er með slakan árangur í Evrópukeppnum og þá féll liðið úr bikarnum á dögunum.

Giggs var ekki með Louis van Gaal í gær og þá fóru sögusagnir í gang um að hann væri í Skotlandi. Fjölskylduástæður voru þó skýringin á fjarverunni.

„Þessar sögusagnir eru úr lausu lofti gripnar og sigursælasti leikmaðurinn á Old Trafford verður áfram hjá félaginu," segir Manchester Evening News. Margir telja að Giggs verði arftaki Van Gaal þegar sé hollenski yfirgefur félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner