Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 03. febrúar 2017 21:17
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fótbolta.net mótið: Grindavík endar í 5. sæti
Alexander Veigar skoraði mark Grindavíkur
Alexander Veigar skoraði mark Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 1 Grindavík
1-0 Guðmundur Friðriksson ('66)
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('70)
Grindavík sigraði í vítaspyrnukeppni

Einn leikur fór fram í A-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld og var það leikur um 5. sætið í mótinu á milli Breiðabliks og Grindavíkur en leikið var í Fífunni.

Fyrsta mark leiksins kom á 66. mínútu og var það Guðmundur Friðriksson sem kom Breiðablik yfir.

Grindvíkingar voru hins vegar ekki lengi að jafna leikinn og var það Alexander Veigar Þórarinsson sem skoraði mark Grindavíkur á 70. mínútu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust Grindvíkingar sterkari og sigruðu leikinn og enda þeir gulu því í 5. sæti Fótbolta.net mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner