Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 03. febrúar 2018 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Breiðablik vann nágrannaslaginn
FH hafði betur gegn ÍA og tók fimmta sætið
Blikar unnu nágranna sína í HK.
Blikar unnu nágranna sína í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar tryggði FH sigur.
Atli Viðar tryggði FH sigur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er leikið um sæti í Fótbolta.net mótinu í dag. Núna voru að klárast tveir leikir, þar sem leikið var um 3. sætið og 5. sætið.

Kópavogsliðin HK og Breiðablik spiluðu um 3. sætið og var sá leikur í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Blikar byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn. Þeir grænklæddu komust yfir á 16. mínútu þegar Davíð Kristján Ólafsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Nokkrum mínútum síðar bætti Hrvoje Tokic við öðru marki eftir frábæran undirbúning frá Gísla Eyjólfssyni.

Staðan var 2-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiksins skoraði Arnþór Ari Atlason og staða Blika orðin gífurlega þægileg.

Brynjar Jónasson klóraði í bakkann fyrir HK með tveimur mörkum en lengra komust þeir ekki og lokatölurnar 3-2.

Breiðablik endar í þriðja sæti á kostnað HK sem endar í fjórða sæti. FH tók fimmta sætið með sigri á ÍA upp á Skaga, 2-1 sigri. Halldór Orri Björnsson kom FH yfir en Steinar Þorsteinsson jafnaði fyrir ÍA. Það var hinn reyndi Atli Viðar Björnsson sem tryggði FH sigur.

Leikurinn um 3. sætið:
HK 2 - 3 Breiðablik
0-1 Davíð Kristján Ólafsson ('16)
0-2 Hrvoje Tokic ('24)
0-3 Arnþór Ari Atlason ('52)
1-3 Brynjar Jónasson ('66)
2-3 Brynjar Jónasson ('79, víti)
Lestu nánar um leikinn

Leikurinn um 5. sætið:
ÍA 1 - 2 FH
0-1 Halldór Orri Björnsson
1-1 Steinar Þorsteinsson
1-2 Atli Viðar Björnsson

Úrslitaleikur Stjörnunnar og ÍA hefst 13:00. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner