„Þetta var skemmtilegur slagur á milli HK og Breiðabliks," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á HK í leiknum um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu í dag.
Gústi var ánægður með spilamennskuna.
„Jú ég er ánægður með hana (frammistöðuna). Það fengu allir að spila, ungir strákar að fá mínúturnar sem er mjög flott. Þetta er skemmtilegt mót og 3. sætið er ekki slæmt."
Gústi var ánægður með spilamennskuna.
„Jú ég er ánægður með hana (frammistöðuna). Það fengu allir að spila, ungir strákar að fá mínúturnar sem er mjög flott. Þetta er skemmtilegt mót og 3. sætið er ekki slæmt."
Gísli Eyjólfsson var besti maður Blika í dag. Hann skrifaði á dögunum undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga erlendis frá.
„Það er kærkomið að halda honum í Kópavoginum," segir Gústi um Gylfa. „Hann er frábær leikmaður. Annað væri óeðlilegt ef það væri ekki verið að skoða leikmanninn."
Danijel Dejan Djuric, 15 ára gamall strákur, fékk að koma inn á í síðasta leik og í dag hjá Blikum.
„Hann er ótrúlega góður. Ég get alveg hugsað mér að hann spili eitthvað í sumar," sagði Gústi um hann.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir