þri 03. mars 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
25 lið fara út í æfingaferðir - Færri en undanfarin ár
Öll lið í Pepsi-deild karla fara út
Stjarnan og FH fara bæði út.
Stjarnan og FH fara bæði út.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Valur og Stjarnan fara út.
Valur og Stjarnan fara út.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
1. deildarlið Þórs og Grindavíkur skella sér út.
1. deildarlið Þórs og Grindavíkur skella sér út.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Færri meistaraflokkar fara í æfingaferð erlendis fyrir sumarið heldur en undanfarin ár.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net munu 25 lið fara í æfingaferð í sumar en þau hafa ekki verið jafn fá síðan árið 2012. Í fyrra fóru til að mynda 28 meistaraflokkslið í æfingaferð erlendis.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25

Flest liðin fara til Spánar á vegum Úrval Útsýn og VITA sport en þar eru vinsælustu æfingasvæðin Pinatar Arena og Campoamor.

Öll liðin í Pepsi-deild karla fara út í æfingaferð að þessu sinni og meira en helmingur af liðunum í Pepsi-deild kvenna.

Fylkir og Víkingur R. munu skella sér til Tyrklands í æfingaferð, skagamenn fara til Danmerkur og þá mun Íslands og bikarmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki fara til Hollands.

Möguleiki er að fleiri lið bætist í hópinn en karlalið Þróttar og kvennalið KR eru meðal annars ennþá að skoða möguleika á að fara út.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem fara í æfingaferð erlendis í ár.

Pepsi-deild karla:
Breiðablik
FH
Fjölnir
Fylkir
ÍA
ÍBV
Keflavík
KR
Leiknir
Stjarnan
Valur
Víkingur R.

Pepsi-deild kvenna:
Afturelding
ÍBV
Selfoss
Stjarnan
Valur
Þróttur

1. deild karla:
Grindavík
Haukar
Þór

2. deild karla:
Afturelding

3. deild karla
Víðir Garði

1. deild kvenna:
Fjarðabyggð
Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner