Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. mars 2015 12:10
Elvar Geir Magnússon
Emil Hallfreðs í liði vikunnar á Ítalíu
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í úrvalsliði vikunnar í ítölsku A-deildinni en það er miðillinn Football Italia sem velur úrvalslið eftir hverja umferð.

Emil var frábær í liði Hellas Verona og lagði upp bæði mörkin í 2-1 útisigri gegn Cagliari. Luca Toni og Juanito Taleb skoruðu mörkin.

Verona er í 15. sæti af 20 liðum deildarinnar.

Úrvalsliðið:
Norberto Neto [Fiorentina]
Federico Mattiello [Chievo]
Kamil Glik [Torino]
Stefan de Vrij [Lazio]
Stefan Radu [Lazio]
Felipe Anderson [Lazio]
Riccardo Saponara [Empoli]
Seydou Keita [Lazio]
Emil Hallfreðsson [Verona]
Stefano Okaka [Sampdoria]
Luca Toni [Verona]
Athugasemdir
banner
banner
banner