þri 03. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Figo styður tillögu BBC og Sky um sjónvarpaðar FIFA-kappræður
Mynd: Getty Images
Luis Figo og jórdánski prinsinn Ali bin Al-Hussein styðja tillögu BBC og Sky um að halda sjónvarpaðar kappræður fyrir forsetakosningu FIFA.

Það þykir líklegt að ekkert verði úr þessari tillögu þar sem Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA, mun að öllum líkindum hafna þessari hugmynd.

,,Fótboltaáhugamenn eiga skilið að vita hvað frambjóðendur hafa í hyggju," sagði Figo.

Auk Figo, Al-Hussein og Blatter er hinn hollenski Michael van Praag, formaður hollenska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner