Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. mars 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Hetja Fílabeinsstrandarinnar hættur með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Boubacar Barry hefur ákveðið að hætta að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar.

Hinn 35 ára gamli Barry var hetja liðsins í sigrinum á Gana í úrslitaleik Afríkumótsins á dögunum.

Barry varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum og skoraði síðan sjálfur sigurmarkið.

,,Allir góðir hlutir enda að lokum," sagði Barry á Facebook síðu sinni en hann spilar með Lokeren í Belgíu þar sem hann er liðsfélagi Sverris Inga Ingasonar.

Barry á 86 landsleiki að baki með Fílabeinsströndinni en hann spilaði á HM í Brasilíu í fyrra sem og á HM 2006 og 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner