þri 03. mars 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Nýr stjórnarformaður Wigan er 23 ára
Dave Whelan hefur ákveðið að segja þetta gott.
Dave Whelan hefur ákveðið að segja þetta gott.
Mynd: Getty Images
Dave Whelan hefur stigið úr stóli sem stjórnarformaður Wigan og afabarnið hans, David Sharpe, tekur við. Sharpe er aðeins 23 ára.

„Nú er rétti tíminn til að hleypa öðrum að. Ég er að verða 80 ára og eyði mjög miklum tíma erlendis og get ekki mætt á leiki. Þetta er ákvörðun sem hefur verið í huga mér í nokkur ár og ég tel að David sé tilbúinn í þetta," segir Whelan í yfirlýsingu.

„Það eru engar áætlanir um að selja félagið sem mun haldast í eigu fjölskyldunnar. Ég er viss um að David, ásamt framkvæmdastjóranum Jonathan Jackson, muni stýra félaginu í rétta átt."

Whelan keypti Wigan 1995 þegar liðið var í gömlu fjórðu deildinni. 2005 komst liðið í ensku úrvalsdeildina þar sem liðið var í átta tímabil.

2013 vann Wigan sigur gegn Manchester City 1-0 í úrslitaleik FA-bikarsins á Wembley.

Wigan er sem stendur í fallbaráttu Championship-deildarinnar en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner