Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. mars 2015 10:27
Magnús Már Einarsson
Pulis ætlar að skamma Sessegnon fyrir dýfu
Sessegnon fagnar marki.
Sessegnon fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri WBA, er ekki ánægður með Stephane Sessegnon eftir að hann fékk gula spjaldið fyrir dýfu gegn Southampton um helgina.

Sessegnon henti sér í jörðina eftir baráttu við Nathaniel Clyne og fékk gula spjaldið fyrir vikið.

Pulis ætlar að skamma Sessegnon fyrir athæfið.

,,Ég hef skoðað þetta en ég mun ræða við Sess áður en ég ræði þetta við aðra. Mín skoðun er sú að þetta á ekki heima í leiknum," sagði Pulis.

,,Hjá síðasta félagi sem ég var hjá (Crystal Palace) þá passaði ég upp á að þetta gerðist ekki. Ég vil ekki sjá leikmenn dýfa sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner