Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. mars 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adelaide Gay til ÍBV (Staðfest)
Kvennalið ÍBV er að styrkja sig fyrir komandi átök.
Kvennalið ÍBV er að styrkja sig fyrir komandi átök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið ÍBV hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Félagið hefur samið við bandaríska markvörðinn Adelaide Gay.

Gay lék síðast með Kvarnsveden í Svíþjóð. Hún hjálpaði liðinu að komast upp úr 1. deildinni þar árið 2015 og svo lék hún 17 af 22 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kvarnsveden endaði þar í níunda sæti af 12 liðum.

Gay, sem er 27 ára gömul, hefur einnig spilað með Pali Blues, Portland Thorns (liði Dagnýar Brynjarsdóttur) og Washington Spirit í Bandaríkjunum. Hún spilaði líka í háskólaboltanum þar í landi með Yale og North-Carolina.

Hjá ÍBV kemur Gay til með að leysa Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur af hólmi. Bryndís Lára gekk til liðs við Þór/KA eftir síðasta tímabil eftir að hafa leikið með ÍBV í nokkur ár.

ÍBV endaði í fimmta sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili með 31 stig. Þeir ætla sér eflaust stærri hluta á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner