Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mán 03. apríl 2017 10:20
Magnús Már Einarsson
Valur ekki með í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins
Valsmenn unnu alla fimm leiki sína í Lengjubikarnum í ár.  Þeir spila ekki fleiri leiki í keppninni.
Valsmenn unnu alla fimm leiki sína í Lengjubikarnum í ár. Þeir spila ekki fleiri leiki í keppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur verður ekki með í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þrátt fyrir að hafa unnið riðil sinn.

Valsarar eru á leið í æfingaferð til Bandaríkjanna þann 10. apríl og ljóst var að liðið gæti ekki tekið þátt í undanúrslitunum ef liðið myndi vinna í 8-liða úrslitum.

Af þeim sökum verður Valur ekki með í 8-liða úrslitunum en Þór, sem endaði í 3. sæti í riðlinum, kemst áfram í staðinn.

8-liða úrslitin fara fram næstkomandi sunnudag og mánudag og undanúrslitin verða síðan fimmtudaginn 13. apríl, á skírdag.

Ljóst er að KA, Selfoss, ÍA eða Grindavík kemst í úrslitaleikinn í ár en ekkert af þessum liðum endaði í efri hluta Pepsi-deildarinnar í fyrra.

8-liða úrslit
16:00 á sunnudag KR - Þór (KR-völlur)
19:15 á mánudag ÍA - Grindavík (Akraneshöllin)
19:15 á mánudag Breiðablik - FH (Fífan)
19:15 á mánudag KA - Selfoss (KA-völlur)

Undanúrslit - Fimmtudaginn 13. apríl
KR/Þór - Breiðablik/FH
KA/Selfoss - ÍA/Grindavík

Úrslitaleikurinn fer fram 20. apríl
Athugasemdir
banner